Fasteigna - og eldsneytisverð veldur mestu um verðbólguna -Hver er afstaða ASÍ forustunnar?

Vístala neysluverðs hefur hækkað um 4,8% sem af er þessu ári.en á sama tíma hefur fasteignaverð hækkað um 18,4%  og eldsneyti um 14,7% frá áramótum.Þar sem hér virðist vera um varanlegar hækkanir að ræða þarf að skoða  sérstaklega verðbólguþáttinn,sem þessu er samfara og hvernig hann vinnur gegn hagsmunum launaþega.Gyfli Arnbjörnsson,framkvæmdastj.ASÍ er ekki margorður um þá hugmynd að taka húsnæðiskosnaðinn út úr neysluvísitölu.Hann segir:"Vandinn í efnahagsmálum mun ekki leysast við það,að menn hætti að mæla verðbólgu."Hann telur líka,að það geti ekki verið nein lausn í efnahagsmálum að taka út úr vísitölunni einhverja liði sem hækka.

Gylfi þú ættir að skoða  betur hækkun á höfuðstól húsnæðismála vegna húsnæðisliðs neysluvísitölunnar og verðbóta á lánunum.Ræddu vel við ungt fólk,sem stendur nú í þeim sporum að missa húsnæðið til lánveitenda,þar sem höfuðstóll lána er orðinn hærri en verðmæti eignanna.Mér virðist sem sumir  forráðamenn verkalýshreyfingarinnar séu svo rígbundnir í gömlum gildum neysluvísitölunnar að engu megi breyta,þó sýnt sé að hún vinni berlega gegn hagsmunum þeirra.Ég hef alla tíð verið málsvari þeirra sem minna mega sín í lífinu,og hef blessunarlega verið laus við að fjötra sjálfan mig í eigin spennutreyju.Ég hef heldur aldrei skilið af hverju fasteignir eins og húsnæði,sem greidd eru lögbundin gjöld af skulu vera  í neysluvísitölunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband