Landsleikurinn nú við Dani undirstrikar enn langvarndi getuleysi landsliðsins.Leikskipulag liðsins brotnar upp, því tekst sjaldan að halda uppi skipulögðum samleik og einstaklingsframtakið situr í fyrirrúmi.Þá eiga leikmenn af einhverjum ástæðum erfitt með að leika sig fría,sem veldur því að allt flæði leiksins verður afar þunglama - og tilviljunakennt.Þá vantar okkur meiri hraða í sóknarleikinn og móttaka og boltameðferð er yfirleitt ábótavant.
Megin ástæða þessa getuleysis er að landsliðið vantar meiri samæfingu og miklu fleiri landsleiki.KSÍ þarf að leggja fram meira fjármagn og framtíðarskipulag um uppbyggingu landsliðsins til langs tíma.Þjóðin hefur stolt og metnað,það verður KSÍ að hafa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.