Aukið aðgengi - aukin neysla - aukinn vandi.
26.11.2007 | 18:57
Aukið aðgengi að áfengi í matvöruverslunum þýðir í reynd stóraukna neyslu áfengis.Af hverju að vera að kalla yfir þjóðina aukinn vandamál þegar alls engin þörf er á slíku?Allt er þetta tilkomið að undirlagi kaupmanna og stýripinnum frjálshyggjunnar og græðginnar.Ungir Sjálfstæðismenn standa fyrir þessu eins og oft áður.
Áfengisneysla hefur aukist frá aldamótum úr 3.lítrum á mann í rúmlega 7.Því veldur mest aukin bjórdrykkja.Bjór er anddyri sterkari áfengistegunda eins og Cannabis leiðir til neyslu sterkra fíkniefna.Þúsundir Íslendinar er eins og kunnugt er áfengissjúklingar,við eigum að gera ráðstafnir til að hamla gegn aukinni neyslu,en alls ekki margfalda fjölda útsölustaða áfengis,eins og lagt er til í frumvarpi þeirra Sigurðar Kára o.fl.
Við þurfum ekki að draga hingað til lands fyrirmyndir frá öðrum Evrópuríkjum í þessum efnum,þeir búa langfelstir við miklu meiri áfengisvandamál en við ,sem kemur m.a.til út af áfengissölu í matvöruverslunum Hér á landi hamlar einnig hátt verð neyslu..Áróðurinn sem viðhafður er í þessum efnum sýnir mikinn skynsemisskort.Menn muni bara kaupa léttvín með matnum,sem engan skaðar og kenna börnunum að meðhöndla áfengi.Það er ekki ofsagt að græðgin á sér engin takmörg og þar eru börn ekki undanskilin.Sjálfur neyti ég lítillega áfengis og tel ekki að okkur skorti áfengis verslanir hér á landi.
Ég skora á alþingismenn að kolfella þetta framvarp og líta fram á veginn til heilbrigðar æsku.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir þennan pistil gott að eiga samherja um það sem betur horfir til almannaheilla. Verð að þakka þér fyrir þótt mitt blogg sé lokað vegna þeirra sem hafa einungis skítkast í penna sínum þegar rök þrjóta.
Bestu kveðjur.
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 30.11.2007 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.