Íslenskar björgunarsveitir þær bestu í heimi.

Í þeim miklu óveðrum undanfarnar vikur hefur mikið reynt á hundruð björgunarsveitarmanna víðsvegar um landið.Þessir sjálfboðaliðar eru svo skipulagðir og vel þjálfaðir að þeir virðast geta nánast mætt allri vá,sem að okkur sækir.Þyrluflugmenn bandaríksa hersins á Keflav.flugv.höfðu oft að orði að þessir íslensku sjálfskipuðu víkingar væru þeir bestu björgunarmenn,sem þeir vissu af.

Þeir takast á við öll óveður í hvaða mynd sem er.Þekking þeirra á staðháttum og færni að komast á slysstaði eða hafa uppi á týndu fólki er með ólíkindum.Ósérhlífni þeirra,kjarkur, áræðni  og ánægjan að fá að bjarga og hjálpa öðum er aðalsmerki þessa víkinga.

Sýnum eins og ávallt áður þakklæti okkar til björgunarsveitanna að kaupa sem allra mest af flugeldum fyrir áramótin.Helst vildi ég að þeir sætu einir að þessari sölu, þeir verðskula það svo sannarlega. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband