Stórhættuleg Reykjanesbraut - Ökumenn gæti fyllstu varúðar.

Eins og kunnugt er varð verktakinn ,sem annaðist vegalögnina á Reykjanesbraut gjaldþrota og er viðskilnaður hans á vettvangi stórhættulegur ökumönnum.Á einum fjórum stöðum hafa verið settar múrsteinastýringar með stefnuljósum.Vegurinn í umræddum beygjum eru of þröngur og mjór og vitanlega ættu að vera aðvaranir á veginum við Ytri- Njarðvík,sem lýstu ástandi hans inn fyrir vegamótin við Voga.

 Í dimmviðri  og hálku eru þessar múrsteinsstýringar þó gular séu stórhættulegar, það hef ég reynt nokkrum sinnum undanfarið.Við erum að ræða um eina mest keyrðu akbraut landsins.Ég er ekki dómbær um hvernig best er að leysa þetta,ég held þó að hægt sé tímabundið  að víkka og lengja beygjurnar og setja t.d.plaststýringar í stað múrsteinastýringa,sem væru tryggilega festar niður í malbikið.Þá væru aðvaranir staðsettar a.m.k.300 - 400 m. frá örvaskiltum,en þau sjást ekki í snjókomu og dimmviðri fyrr en að þeim er komið..Eitt er víst að vegagerðin verður að leysa þetta mál fljótt og örugglega.Þegar hefur tjón hlotist af þessum múrsteinsstýringum,hvað gerist næt ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband