Í 50% tilfella stungið af vettvangi v/umferðaróhappa við Kringluna og Smáralind.

Á s.l.tveimur árum hafa orðið 282 umferðaróhöpp við þessar tvær stærstu verslunarmiðstöðvar á Stór - Reykjavíkursvæðinu.Í langflestum tilvikum er ekið á kyrrstæðar bifreiðar.Í 141 tilfelli  eða 50%var ekki tilkynnt um óhöppin og stungið af vettvangi.

Þessar niðurstöður eru með ólíkindum,að annar hvor maður láti sig hverfa til að komast hjá því að bæta viðkomandi aðila tjón og missa bónusinn.Sjálfsagt eru einhver óhöpp,sem menn eru ekki meðfitaðir um,en það skekkir ekki heilarmyndina nema að litlu leiti.

Hér er verkefni að vinna við tryggingafélögin.Heiðarleiki manna virðist ekki vera meiri en þessar tölur sýna.Ég held að bónusinn sé aðal orsakavaldur þessa vandamála og því verði best að fella hann niður.

Mér koma þessar niðurstöður á óvart,nokkrum sinnum hefur verið ekið á mannlausa bifr.mína á bílastæði og ávallt hafa viðkomandi aðilar tilkynnt mér um óhappið.Ég er sýnilega stálheppinn miðað við þessar niðurstöður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband