Innkaupaferðin algjör fýluferð.
12.1.2008 | 21:24
Ætlaði að kaupa mér skíðaklæðnað.Fór í nokkrar sportvöruverslanir.Samfestingar jakkar og buxur voru svo stýfar og þykkar,að við lá að þær stæðu mannlausar.Ætlun mín að kaupa t.d.samfesting úr þunnu lipru efni eins og ég átti lengi,hafði keypt hann í Stokkhólmi.Maður klæðir sig undir gallan í flís nærfatnað eða prjónaföt eftir því hvernig viðrar hverju sinni.
Það réttlætir ekki að selja svona einhæfan hlífðarfatnað þó veður séu hér oft óblíð.Þá finnst mér skíðafatnaður hér yfirleitt ósmekklegur sé miðað við skíðalönd í Evrópu.Innkaupaferðin varð því algjör fýluferð,en sem betur fer eigum við Íslendingar fleiri valkosti,en þessar "sjálfstandandi flíkur".
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.