Ofstækisöfl í forustu Sjálfstæðisfl. - Valdboðið haft að leiðarljósi.
15.1.2008 | 22:26
Í Fréttablaðinu í dag er mjög athyglisverð grein eftir Sigurð Lindal lagaprófessor um embættisveitingu Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara.Þar segir m.a.Einu sinni var kjörorð Sjáfstæðisfl.: "Gjör rétt - þol ei órétt ".Er kjörorðið nú:Gjör rangt - þol órétt ? Það er ljóst að hinum reynda lagaprófessor er ofboðið hvernig staðið var að þessari embættirveitingu hjá settum dómsmálaráðhr.Árna Mathiesen og rökþrota varaformanni flokksins,sem reynir að drepa málinu á dreif í því skyni að vekja samúð með hinum nýskipaða dómara.
Sigurður telur að innan ritstjórnarskrifstofu Morgunblaðsins hafi hreiðrað um sig ofsatrúarhópar,sem vandi sé að skilgreina,en þeir hafi náð til forustu flokksins í Valhöll.Sigurður segir réttilega að málið snúist ekki um persónu Þorsteins Davíðssonar þó ítrekð sé reynt að beina umræðunni þangað,heldur röksemdir dómnefndarinnar og lagaskilning í anda réttarríkisins.
Ljóst er að form.Sjálfstæðisfl.er á hálli braut,málgagn hans og stór hópur flokksbræðra hans einkanlega á Morgunblaðinu eru honum andstæðir m.a.vegna samstarfsins við Samfylkinguna.Sumir halda því ákveðið fram að Davíð haldi ennþá fast í marga valdaþætti flokksins og sýni það m.a.sem Seðlabankastjóri hver ráði ferðinni.
Í þessu máli eins og oft áður ræður taumlaus vildarhyggja,þar sem valdboðið er sett í öndvegi og annað látið víkja.Með þetta að leiðarljósi opnast alltaf fyrir ýmis konar geðþóttaákvarðanir,sem vega sífellt að lýðræðislegum starfsháttum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er allt hið dapurlegasta mál
Hólmdís Hjartardóttir, 15.1.2008 kl. 22:34
Ég fagna því að Sigurður Líndal leggur orð í belg, þótt þessi gjörningur verði varla tekinn aftur (spurning hvort Þorsteinn sjálfur er orðinn hugsi, líklegast ekki þótt það væri gefið í skyn í fjölmiðlum). Litlar þúfur velta stundum þungu hlassi og við höfum sé að mikil umræða getur haft áhrif, þótt ekki takist það alltaf.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.1.2008 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.