Augljóst útspil Björns Inga,sem lúmskulega er beint að form.Framsóknarfl.

Hér virðist  hann  vega bakdyramegin að Guðna Ágústssyni form flokksins ,að hann ráði ekki við hlutverk sitt að ná sáttum innan flokksins og auka fylgi hans.Björn Ingi lætur að því liggja,að hann ,sem næsti" kandidat " flokksins sé orðinn svo leiður á þessum innbyrðis deilum ,að hann sé að hugleiða að fara úr flokknum.

Þetta er lúmskulegt útspil og gæti orðið til þess,að ýmsir flokksmenn Framsóknarfl.legðu trúnað sinn á þennan málflutning og myndu vinna að formannssæti fyrir Björn Inga.

Enn er verið að leggja stein í götu Guðna,var ekki nóg komið,honum tvívegis hafnað,fyrst sem varaform.Halldórs Ásgrímssonar og síðar varð hann að víkja fyrir Jóni Sigurðsson.Verður ein atlagan gerð að honum ennþá og þá úr launsátri að undirlagi Björns Inga og félaga hans.Hann hljóp úr vistinni hjá Sjálfstæðisfl.í borgarstjórn og tárvotum augum lýsti hann fyrir flokksmönnum sínum hversu erfið sú ákvörðunartaka var.Nú þykist hann ætla að yfirgefa þessa trúverðugu flokksbræður sína,gleymir nokkur þegar Alfreð Þorsteinsson faðmaði hann og huggaði á umræddum flokksfundi.

Það mun koma í ljós innan ekki langs tíma hvort þetta útspil Björns Inga gengur eftir.Ég hef fulla samúð með Guðna Ágústssyni að vera með svona lið innanborð,hann verðskuldar fullt traust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband