Í Kastljósi í kvöld voru viðtöl við nokkur ungmenni í skóla,sem voru að fá sér pyslur og kók í morgunverð á 190 kr.Þá upplýsti afgreiðslustúlkan að ásóknin í pyslurnar og kókið væri svo mikil, að hleypa þyrfti unglingunum inn í hollum,hún gat þess einnig að sum kæmu þrisvar sinnum yfir daginn.
Maður lætur sér detta í hug hvort þessi ungmenni fái engan morgumverð og pylsurnar komi í staðinn eða séu ábót.Ég ætla ekki að fara að deila á unglingana eða heimili þeirra,en þetta kom mér sannarlega á óvart hversu almennt þetta var í viðkomandi skóla.Hollur morgunverður er hverjum manni mikilsverður.Ég held að vinnutími og tímaleysi beggja foreldra kunni að hafa eitthvað að segja í þessum efnum.Þá er þessi sykurdrykkja,salgæti og sjoppumatur ákaflega fitandi og mætti gjarnan upplýsa ungmenni og reyndar alla um afleiðingar slíks matræðis.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.