Verðtryggingar húsnæðislána eru að leggja tugþúsundir heimila í rúst.
15.2.2008 | 21:33
Úrræða - og framtaksleysi ríkistjórnarinnar í verðbólgumálum er með ólíkindum.Þeir vita þó að hver MÁNUÐUR lántakenda af meðalháum húsnæðismálalánum hækkar höfuðstól lánanna um 80 - 100 þúsnund krónur.Húsnæðisverð hækkar ekki og spáð er lækkun á því.
Verðtrygging á húsnæðislánum er hvergi innan ESB ríkja og húsnæðiskosnaður er víðast hvar ekki mældur í neysluvísitölu enda um fasteignir að ræða,sem greidd eru af lögboðin fasteignagjöld.Af hverju þurfum við að búa við svona ranglátt hagkerfi? Svarið hlýtur að vera að undanfarnar ríkistjórnir voru ekki vanda sínum vaxnar,þær eru gjörspilltar af auðhyggju sérhagsmuna ,sem þjóna þeim ríku,en láta sig litlu varða um lífsafkomu annara.Stjórnvöld láta sér í léttu rúmi liggja þó þúsundir heimila einkanlega ungt fólk sé að missa húseignir sínar.
Mér finnst,að allur þingheimur eigi að sameinast um að leysa þessi mál STRAX.Af hverju er þingið.(löggjafarvaldið) óvinsælast samk.skoðunakönnunum(27%) af öllum opinberum stofnunum.Náttúrlega vegna skipulags -og framkvæmdaleysi og aðgerðarleysi við aðkallandi og brýn vandamál. Það nýtur ekki traust lengur,það er búið að bregðast þjóðinni svo oft og illa á örlagastundum eins og t.d.í sjávarútvegsmálum,þegar sameign þjóðarinnar var stolið með aðkomu LÍÚ og forustumanna Sjálfstæðis - og Framsóknarfl. Nú er verið að leggja heimili ungs fólk í rúst með verðtryggingu á húsnæðismálum.Ríkisstjórnin og Seðlabankinn eru hvergi samstíga af því þau hafa enga heildarsýn á efnahagsmálum þjóðarinnar.
Ég trúi ekki,sem gamall jafnaðarmaður að Samfylkingin,þá loks hún hefur tækifæri ,taki nú frumkvæði og gangi rösklega fram og afnemi m.a. verðtryggingu af lánum og bæti strax afkomu fátækra í landinu. Samfylkingin verður undir smásjá fólksins,það vita allir af fenginni reynslu að íhaldið verður ekki með neitt frumkvæði í þessum málum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
góður púnktur
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.2.2008 kl. 21:53
Ég var búin að vera 20 ár út í Svíþjóð og kom heim vegna veikinda móður minnar. Ég keypti litla íbúð með 90% láni frá íbúðarlánasjóði. 'eg er búin að losa mig við hana núna og finnst mér vera frjáls maður upp á nýtt. Þvílíkt rugl! Ég var búin að gleyma íslenska fyrirbærinu "verðtrygging"! 'eg trúði því að þessi ófögnuður væri kominn á þjóðmynjasafnið fyrir löngu síðan. Vertrygging er bara til í íslenskri tungu. Þetta er óþýðanlegt orð og ég gat ekki útskýrt þetta fyrirbæri fyrir vönu bankafólki í Svíþjóð! Ef ég hefði ekki haft bankapappíra með mér sem sýndu kostnað af lánum á Íslandi, hefðu þeir aldrei trúað því að þetta væri til! Það er búið að "normalisera" vertryggingu fyrir íslendingum með einhverskonar dáleiðslu. Þetta er nóg ástæða til að taka upp evruna eins fljótt og hægt er. Að fara í banka og fá lán án þess að hafa hugmynd um hvað maður á að borga mikið tilbaka er eitt af íslenskum heimsmetum sem engin þjóð myndi sætta sig við nokkurntíma. Davið reynir síðan að ná sér niðri á Jóni Ásgeiri með því að halda stýruvöxtum í hámarki, alveg sama þó það muni kosta þúsundir manna heimili sín og aleigu. Þetta er furðulegt að þetta viðgangist án þess að það brjótist út óeirðir í orðsins fyllstu merkingu...
Óskar Arnórsson, 19.2.2008 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.