Steingeld ríkisstjórn - forsætisráðhr.telur gengishrunið ekki gefa tilefni til aðgerða.
19.3.2008 | 20:18
Ríkisstjórnin ætlar ekki að aðhafast neitt sérstaklega þó gengi ísl.kr. hafi lækkað yfir 20% síðustu daga segir forsætisráðhr.Hann segir ennfremur,að engin ástæða sé til endurskoðunar á flotgengisstefnuninni ,en rétt sé þó að hafa opin augun.Það sýnir þó smálífsneista með ráðhr.
Geir var einnig spurður,hvort endurskoðun gjaldmiðilsmála væri fýsileg í ljósi ástamdsins nú.Hann sagði það langtímamál,sem SKAMMTÍMAMÁL mættu ekki trufla.
Forsætisrráðhr.ræðir ekkert um hvernig eigi að ná tökum á verðbólgunni og lækka vextina né styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans.Stjórnvöld eru ekki með neina tilburði að senda mikilvæg skilaboð til þjóðarinnar varðandi verðtryggingu íbúðarlána og lána í erlendri mynt , þó greiðslubyrgði þeirra aukist hröðum skefum og séu orðin óbærileg fyrir þúsundir lántakenda.Fólk leitar í auknum mæli til Rauða Krossins vegna þunglindis og áhyggjur vegna fjármálastöðu sinnar og einnig til Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna.
Skerið niður útgjöldin segja valdherrarnir og lendið ekki í vanskilum.Steingeld ríkisstjórn á ekki nein önnur úrræði.Eins og ljóst má vera af skrifum mínum er ég afar óhress með aðgerðarleysi Samfylkingarinnar í ríkisstjórninni , til íhaldsins stóðu engar væntingar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.