Stjórnleysi í efnahagsmálum þrýstir nú á inngöngu Íslands í ESB.
21.4.2008 | 20:49
Í mörg ár hafa andstæðingar ESB með Sjálfstæðisfl.í broddi fylkingar haldið því fram,að innganga í ESB tæki minnst 5 - 10 ár.Nú er búið að upplýsa af fulltr.ESB ,sem nýverið flutti erindi um þessi mál um samskipti við EFTA ríkin,að það tæki Íslendinga aðeins nokkra mánuði að fá samþykkta inngöngu í bandalagið vegna veru okkar í EFTA.Taldi fulltr.ólíklegt að sjávarútvegsmál okkar við bandalagið yrði neinn þröskuldur í þeim viðræðum,um þau yrðu sérstaklega samið eins og gerts hefði við fjölda ríkja,sem undanfarið hafa fengið inngöngu í ESB.
Hins vegar sagði umræddur ftr.ESB,að við yrðum að koma lagi á efnahagsmál okkar sem samræmdust skilmálum fyrir inngöngu í ESB.
Í viðtalsþætti á Stöð fyrir nokkru síðan við Björn Bjarnason,dómsmálaráðhr.sagðist hann vera andstæðingur aðildar að bandalaginu og bar mest fyrir bjósti,að Sjálfstæðisfl.myndi klofna ef óskað yrði aðildar að ESB.Það er með öðrum orðum innbyrðis deildur í flokknum,sem koma í vega fyrir að við sækjum um inngöngu.Það er sannarlega slæmt fyrir Samfylkinguna að vera múlbundin í stjórnarsáttmála við íhaldið,að ekki verði sótt um aðild á þessu kjörtímabili.Málið er þó á umræðustigi milli flokkanna,en engar fréttir hafa borist frá þeim umræðum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.