Óverðtryggð evrulán til 10 ára - er í skoðun hjá Ollianz á Íslandi.

Ollianz er í eigu Sparisjóðsins Byrs.Í nokkra mánuði hafa þessir aðilar verið að skoða markað fyrir íbúðarlán á föstum óverðtryggðum evrulánum til 10 ára.

Vonandi verður þetta að veruleika,en lánstíminn ætti að vera a.m.k.til 20 ára.Ekki er heldur vitað ennþá á hvaða vöxtum slík lán yrðu,enda hafa víst aðeins farið fram frumathuganir um slíkan banka.

Sjálfsagt myndu margir óska þess,að hér kæmi erlendur banki með evrumynt,svo hægt yrði að koma krónunni úr umferð og okurvextir ísl.bankanna yrðu slegnir út af borðinu.Þeir mættu ásamt Seðlabankanum í núverandi mynd reyndar alveg missa sig,þeirra yrði ekki sárt saknað.


mbl.is Íhugar að bjóða óverðtryggð íbúðalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Það er misskilningur að þetta sé nýjung. 

Öll gjaldeyrislán bankanna eru óverðtryggð! Þeir hafa nú þegar lánað tugi milljarða í slíkum óverðtryggðum íbúðalánum í erlendri mynt -þmt. evrum.

En fréttin um að nýr aðili sé að skoða markaðinn með það í huga að lána evrulán er jákvæð!

Hallur Magnússon, 22.4.2008 kl. 09:20

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Ég átti við,að það væri nýjung ef hérlendis yrði staðsettur evrubanki.Mér hefur alltaf verið fullljóst að öll gjaldeyrislán bankanna væru óverðtryggð.Þakka er samt fyrir athugasemdina.

Kristján Pétursson, 22.4.2008 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband