Skipulagðar harkalegar aðgerðir lögreglu gegn mótmælendum - hvað næst ?

Hvað gerist ef tugþúsundir skipulagðra mótmælenda koma saman í miðborginni,sem fara ekki eftir fyrirmælum lögreglunnar og kynnu að valda miklum skemmdarverkum? Ég sé ekki að lögreglan hafi neina burði til að halda uppi lögum og allsherjar reglu við slíðar aðstæður jafn fámenn og hún er.

Lögreglan verður að gæta hófs í allri framgöngu á vettvangi  við svona aðstæður og reyna af fremsta megni að róa viðstadda.Var nokkur ástæða að handtaka vorubifr.stj.á vettvangi,sem auðveldlega mátti ná til þeirra hvenær sem væri? Þá var ógnandi framkoma sumra lögreglumanna ekki til að róa viðstadda.Handtaka vörubifr.stj.og jafnframt að taka bifr.þeirra í vörslu lögreglunnar,sem höfðu lagt bifr.sínum löglega verður ekki auðveldlega skilin við þessar aðstæður.Hins vegar er ég andvígur öllum ólögmætum aðgerðum vörubifreiðastj.við lokun akbrauta.

Staðreyndin er sú að fólkið í landinu telur sig ekki geta beði'ð lengur aftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.Það  er sterk andstaða í þjóðfélaginu,sem krumar undir og hún er að koma upp á yfirborðið.Við höfum bara séð fyrstu viðbrögðin og því miður virðist lögreglan ekki hafa haft nægjanlega góð tök á aðgerðum á vettvangi.

Ríkisstjórin ætti fyrir lögnu síðan að vera búin að gefa út fyrirmæli um aðgerðarplan í efnahagsmálum svo þjóðin viti hvað er framundan  í verðbólgu - og vaxtamálum,en eins og kunnugt er hækkar höfuðstóll  lána gífurlega og fjöldi gjaldþrota eyks.Þá hafa eldsneytis - og matarhækkanir mikil áhrif á lífsafkomu fólks.Allt þetta og reyndar margt fleira kindir undir óánægju fólks,sem hæglega getur sprungið út í alvarlegri átökum en við höfum verið vitni að hingað til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband