Hugmynd Björgólfs um Þjóðarsjóð vel tekið af Geir og Ingibjörgu.

Björgólfur form.bankaráðs Landsbankans telur að slíkur sjóður gæti haft tekjur af auðlindum landsins og hugviti þjóðarinnar.Sjóðurinn yrði notaður til að verja efnahagslífið og hagstjórnina fyrir áföllum eins og nú hafa dunið yfir.

Við eigum reyndar okkar þjóðarsjóð sem eru lífreyrissjóðirnir.Hins vegar má segja að auðlindagjald hefði átt að vera búið að lögfesta fyrir löngu  síðan af sameignum þjóðarinnar.Það hefði t.d.strax átt að gerast þegar kvótinn ver settur á fiskveiðiheimildir.Sama gildir um vatnsafl og jarðvarma o.fl.

Slíkt auðlindagjöld renni til ríkisins til að efla uppbyggingu,hugvit  og ýmsa vísindalega þætti sameigna þjóðarinnar.

Ég tel að bankarnir ættu sjálfir að koma upp öflugum varasjóum og geta staðið á eigin fótum til að tryggja sig og sína starfsemi.Þjóðarsjóður er að mínu viti aðeins réttlætanlegur í formi auðlindagjalds,en ekki til að verja efnahagslífið fyrir slæmri og oft spilltri hagstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband