Hið ábyrgðarlausa lánadrifna " góðæri " á enda.
28.4.2008 | 17:50
Ámundi Loftsson,bóndi skrifar ágæta grein i Morgunblaðið um hagstjórnarmál.Þar segir hann m.a." þar sem fasteignaverð fer nú lækkandi þannig að upphæðir tekinna húsnæðislána geta orðið hærri en matsverð,vakna spurningar um verðtyryggingu.Hún er eingöngu á ísl.krónunni ,en ætti með réttu að vera á veðinu líka,þannig að falli veðsett húseign í verði ,lækki lánið að sama skapi."Þetta er rökrétt skoðun,sem rétt er að hugleiða vel.
Allur þessi verileiki á að mestu rót sína að rekja til stjórnarstefni tíunda áratugarins.Hið ábyrgðarlausa lánadrifna " góðæri "er á enda og fráhvarfið er framundan.Ekki hefur tekist að hemja lánasukkið,sem hratt af stað þeirri flóðöldu,sem við eigum nú við að stíða.Á sínum tíma setti R -listinn lóðir á uppboð í Reykjavík og lóðaverð rauk í himinhæðir.Aðkoma bankanna að húsnæðislánum vóg þó þyngst og öll " hagstjórn " fór úr böndunum.Ríkisstjórnin og bankarnir láta svo lántakendur bera alla verðbólguna og vaxtaokrið.
Athugasemdir
Eiginlega eftir allar skoðanir mínar á öðrum þjóðfélugum og siðum, sumum góðum og öðrum vondum, lít ég á Ísland eftir tuttugu ára fjarveru, eins og öfgafullann sértrúarsöfnuð í peningamálum. Verðtrygging er ólögleg og hefur alltaf verið samkvæmt íslensku stjórnarskránni. Enn hefðir á Íslandi eru sterkari enn lög eins og í mörgum öðrum vanþróuðum ríkjum. Menn halda að "þróun" (þroski) felist í malbiki og steinsteypu!
Ég tala og skrifa sum túngumál betur enn íslensku, enn ég get ekki sagt orðið "verðtrygging" svo það verði skiljanlegt furir nokkurn mann nema á Íslandi. Bendi bara á síðustu færslu mína á blogginu þar sem við tölum um sama hlutin séðum út frá ólíkum vínklum. Mér finnst mest ergilegt að fólk sem bloggar um alla skapaða hluti skuli ekki skilja þennan grunn sem þú segir frá með góðum orðum.
ég er svo innilega sammála þér í þessum pistli, þykist sjálfur segja það sama aftur og aftur, enn kem ekki orðum að því almennilega.
Nú er Ríkið skuldlaust og bankarnir tómir, svo það væri rökrétt að Ríkið tæki bankana til sín aftur. Helst alla með tölu.
Bankar eiga að vera í eigu Ríkissins (fólksins) alveg eins og sjúkrahús.
Óskar Arnórsson, 4.5.2008 kl. 05:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.