Samfylkingin tapar fylgi - fylgi Sjálfstæðisfl.óbreytt.
2.5.2008 | 16:14
Það er áhugavert að virða fyrir sér þessar niðurstöður í skoðunarkönnuninni.Svo virðist sem kosningaloforð Samfylkingarinnar fyrir kosningar séu farnar að skaða flokkinn.Það sama skeði með Framsóknarfl.í samstarfi við Sjálfstæðisfl.Andstæðingar Samfylkingarinnar eru eðlilega að krefja hana um að standa við kosningaloforðin einkanlega þegar illa árar í efnahgsmálum með hækkum verðbólgu og vaxta o.fl.
Sjálfstæðisfl.siglir sem fyrr sléttann sjó,hann hefur alltaf haft það fyrir reglu að vera sparsamur á loforðin fyrir kosningar til að þurfa ekki að standa við nein loforð,hefur látið nægja að stefna beri að hinu og þessu í þjóðfélaginu.Hinn almenni kjósandi krefur eðlilega þá frambjóðendur ,sem lofa hinum og þessum umbótum.
Þegar Alþýðufl.var í samstarfi við Sjálfstæðisfl.í svonefndri Viðreisnarstjórn milli 1960 - 1970 fór hann afar illa út úr því samstarfi ,var við það að fá engan mann kjörinn.Þá sem fyrr fygldi Sjálfstæðisfl.sinni meginreglu að vera sparsamur á kosningaloforðin og héld sínu fylgi.Satt best að segja er ég hræddur um að Samfylkingin hafi ekkert lært að reynslu Alþýðufl.og eigi eftir að bera mikið tjón af samstarfi sínu við íhaldið.Samstarfsflokkar í ríkisstjórn við íhaldið hafa ávallt tapað fylgi,þeir kunna að láta samstarfsflokkinn skýla sér þegar á móti blæs.Ég er enn að vona að Ingibjörg Sólrún láti nægjanlega oft myndast skýr pólutísk og málaefnalega skil milli sín og Sjálfstæðisfl.svo hún falli ekki í sömu gryfju og Alþýðufl.á sínum tíma að halda dauðahaldi í ráðherrastólanna og leyfa málefnunum að fljóta framhjá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.