Sölumagn íbúðarhúsnæðis fimm sinnum meiri en markaður er fyrir.Er vá fyrir dyrum?

Nú er staðfest að um 5000 íbúðir séu til sölu á stór - Reykjavíkursvæðinu og þúsundir íbúða losni þegar erlendir iðnðarmenn fari héðan,sem verður fyrr en síðar vegna samdráttar.Talið er að 1500 íbúðir þurfi til að metta markaðinn á ársgrundvelli.Hér eru því væntanlega fimmfalt fleiri íbúðir á þessu svæði en markaður er fyrir.Allir hljóta  að sjá afleiðingar svona fjárfestinga,sem veldur gífurlegu verðfalli íbúða og þúsunda gjaldþrota.Hér gæti því verið um að ræða dýpstu lægð í ísl.efnahagsmálum í áratugi.Kannski er nú að skapast grundvöllur eins og víðast hvar í Evrópu fyrir kaupleigu íbúðir,en þá verða vextir og verðbólga að vera hliðstæð því sem gerist hjá ESB.

Það er táknrænt fyrir ísl.iðnðarmenn,að verktakafélög hafa flutt inn á undanförnum árum þúsundir erlendra iðnðarmanna til að byggja margfalt fleiri íbúðir en þörf er á.Nú verða þeir sjálfir atvinnulausir innan ekki langst tíma og verða þá í þúsunda vís að leita atvinnu erlendis.Því er eðlilega spurt hvort framboð og efirspurn hafi ekkert með markaðinn að gera eða er græðgis - og fíflhyggja verktakafélaga og banka að ganga frá ísl iðnðarmönnum og íbúðareigendum.Svo horfa stjórnmálamennirnir og bankarnir á þessa höfuðlausu sköpun.Það er stundum sagt að mannshöfuð sumra sé ekki aðeins þungt,það er líka lengi að skapast. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband