Við þær breyttu aðstæður sem skapast hafa á vettvangi lögreglunnar undanfarið er augljóst að kylfur og táragas nægja ekki við almenn lögreglustörf.Ef hin almenna lögregla á að geta framkvæmt sín skyldustörf að halda uppi lögum og reglu og vernda fólk fyrir ágangi og árásum óróaseggja og hvers konar afbrota - og glæpamanna verða þeir að hafa tiltækan þann varnarbúnað sem með þarf.Ef lögreglan telur almennt að hún þurfi rafstuðabyssur til að vernda borgaranna og sjálfa sig þá eiga yfirmenn lögreglunnar að verða við því.Slysatíðni lögreglum.hefur aukist mikið og jafnvel nokkuð meira en gerist í nágrannalöndum okkar.
Lögreglumenn eiga oftast maka og börn,föður og móður,sem hafa oft miklar áhyggjur af þeim.Þau vita að hver dagur ber í skauti sér ýmis konar hættur.Þá eru lögreglumönnum einkanlega sem vinna við fíkniefnarannsóknir hótað ýmsum aðgerðum af hendi afbrotamanna.Menn ættu að setja sig í spor þessa manna og líta sér nær þegar kemur að börnunum okkar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Good for you, en sannleikurinn er svartari og eru þetta morðvopn : Killed taser
Alfreð Símonarson, 5.5.2008 kl. 17:10
Alfreð,þú veist sjálfsagt að hnífar.hvers konar barefli o.fl.er hægt að nota sem morðvopn og rafbyssur einnig.Mest um vert er að lögreglan hafi þann tækjabúnað,sem gerir henni kleyft að gegna sínum skyldustörfum m.a.að vernda borgarana og sjálfa sig.
Kristján Pétursson, 5.5.2008 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.