Svonefndir lestarstjórar valda stórhættu í umferðinni - þarf að breyta umferðarlögum?

Nánast alltaf verða á vegi manns í umferðinni ökumenn,sem aka lödurhægt,langt undir lögboðnum hraða.Þeir valda umferðarhnútum,sem leiðir til sífellds framúrakstur,sem veldur oft mikilli áhættu sérstaklega á tvíbreiðum akbrautum.Oft er um háaldrað fólk eða veikburða  að ræða,sem á erfitt með að aka á eðlilegum hraða.Að sjálfsögðu eigum við að taka tillit til þessa fólks í umferðinni,en spurningin er hvort lögreglan eigi ekki að skoða oftar ökuskírteini þessa fólks og meta ökuhæfni viðkomandi eftir aðstæðum.

Aldur fólks er afstæður og því ekki hægt að setja neinar reglur um hámargsaldur við akstur bifr.Með læknisvottorðum er úrskurðað hvort viðkomandi hafi næga sjón,en um annað  ástand þeirra er lítt kannað.Ég held að full þörf sé á að skilgreina betur en nú er lög og reglur um útgáfu ökuskírteina og auka m.a. eftirlit lögreglu með ökumönnum,sem halda niðri lögmætum ökuhraða.

Hér á ég sérstaklega við ökumenn,sem aka t.d.á 50 -70 km.hraða utanbæja,þar sem ökuhraði er leyfður 90 km.og einnig þá sem aka lödurhægt innanbæjar miðað við lögboðinn hraða.

Eftir því sem ökutækjum fjölgar er enn meiri nauðsyn á halda uppi þeim hraða sem leyfður er.Kínverjar eru t.d.farnir að kæra bifreiðastj.fyrir of hægan akstur á akbrautum,sem eiga að bera meiri umferð.


mbl.is Sektaðir fyrir að keyra of hægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hingað til hefur sá sem kallaður hefur verið lestarstjóri, verið bílstjóri sá sem er fyrir aftan þann sem er fremstur og sá ekur of hægt. Það er í það minsta sú skýring sem ég ólst upp við.

brahim (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 18:20

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Lestarstjóri hlýtur að vera sá sem ræður ferðinni og heldur öllum hinum fyrir aftan sig.

Kristján Pétursson, 6.5.2008 kl. 20:34

3 Smámynd: Landfari

Það eru einmitt bílar nr. tvö og´þrjú í röðinni sem valda því að það er ómögulegt að fara framúr. Lítið mál að fara framúr einum bíl sem ekur á 50 en það er orðið meira mál að fara fram ur þremur. Ef ökumönnum nr. tvö og þrjú finnst þetta hæfilegur hraði fyrir sig líka þá eiga þeir að hafa það gott bil í bílinn á undan að það sé hægt að taka fram úr einum í einu.

Landfari, 6.5.2008 kl. 23:37

4 identicon

Einfalt, Keyra hægra meiginn, vera vel úti í kanti ef að þú kýst að keyra mun hægar enn venjulegur umferðarhraði.  Með ellismellana í umferðinni þarf eithvað að gera því að bílpróf er ekki Mannréttindi eins og sumir virðast halda.  Sumir eru einfaldlega ekki hæfir til að aka bíl, hvorssem það er vegna heilsu og  eða aldurs, eða bara einfaldlega hafa ekki getuna til að stjórna vélknúnu ökutæki

Ásgeir Ólafsson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 12:49

5 Smámynd: Kristján Pétursson

Því miður eru mjög víða engir kantar eða illakandi til að keyra á.Það þarf að fara rækilega ofan í saumana á þessum málum.

Kristján Pétursson, 7.5.2008 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband