Capacent könnun sýnir að 68% vilja taka upp evru og mikill meirihluti vill ganga í ESB.
7.5.2008 | 20:17
Þjóðin er sýnilega búin að missa alla tiltrú á krónunni,stuðningur við ervuna hefur aukist 22% síðan í febrúar.Nú vilja 68 % evruna en aðeins 31,7 % vilja halda krónunni.46,8 % eru nú hlinnt inngöngu í bandalagið en 29% andvíg og 22 % óákveðnir.
Miðað við þessar niðurstöður ber ríkisstjórnni að hefja undirbúning að viðræðum við ESB.Það gæti líka flýtt fyrir,að ríkisstjórnin fari að taka á efnahagsmálunum á vitrænan hátt og færa þau til samræmis við þær reglur sem gilda innan ESB eins og t.d. verðbólgu,vaxtamál,verðtrygginar,hátt matarverð o.fl.
Ríkisstjórninni ber að fara að vilja þjóðarinnar þegar hann er jafn afgerandi eins og undanfarnar kannanir sýna.Niðurstöður í viðræðum í ESB verða síðan ákvarðaðar í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Íslenskum ríkisstjórnum hafa afar oft verið mislagðar hendur í efnahagsmálum og þjóðin finnur til öryggisleysis.Misskipting valds, séttamunur , úrræða - og miskunarleysi gagnvart láglaunafólki er áberandi.Þá er löggjafar - og framkvæmdavaldið í reynd ekki aðskilið,en það veikir lýðræðið sérstaklega þegar einn og sami flokkurinn er áratugum saman í ríkisstjórn. Þessi taumlausa og villta útrás víkinganna og bankanna berja nú að dyrum hjá ríkissjóði og vilja fá hundruð miljarða tryggingu,svo bankarnir geti fengið lánsfé á samkeppnishæfum kjörum.
Ríkið ber enga ábyrgð lengur á rekstri bankanna,þeir eiga að standa á eigin fótum,það þýðir ekkert fyrir þá að belgja sig út árlega með hundruðum miljarða gróða,en koma svo skríðandi að biðja um hjálp.Hvað varð af öllum gróðanum ? Væri ekki ráð,að þeir gerðu nákvæma grein fyrir fjáreiðum sínum. Það eru væntanlega engin vandkvæði á að fá hingað evrubanka,þá losnum við við flotkrónuna og fengjum væntanlega húsnæðislán á eðlilegum vöxtum og án verðtrygginga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.