Um 30.000 íbúðareigendur skulda umfram eignir , segir Seðlabankastjóri.

Seðlabankastjóri tilkynnti þetta í dag og sagði  að fjárhagsstaða þessa fólks væri slæm.Forsætisráðhr.sagði einnig í dag,að hann hefði varað fólk við miklum lántökum fyrir nokkru síðan.Þannig er aðkoma þessara manna að landmönnumi,sem eiga minna en ekki neitt.Engar tilkynningar um efnahagslegar aðgerðaráætlanir ríkisstjórnar né Seðlabanka í þessum málum.Reyndar kom fram að ríkisstjórnin  væri að efla Seðlabankann og auka lántraust bankana,svo þeir gætu á ný sinnt "  eðlilegri " lánastarfsemi.

Maður gæti haldið af þessum aðgerðum ríkisstjórnarinnar,að enn væri ríkisábyrgð á bönkunum.Svo er náttúrlega ekki.Þeir eiga að bera fulla ábyrgð á sínum rekstri,þjóðin á ekki að leggja krónu í ábyrgðir fyrir bankana,sem viðhafa í skjóli einkaaðstöðu sinnar hreina okurstarfsemi á sínum viðskipavinum,hæstu vextir og  verstu lánakjör í Evrópu.Nú horfa allir til , að hingað komi alvöru evrubanki,sem m.a.taki yfir öll íbúðar - og rekstrarlán,sem miðast við sömu lánakjör og gilda innan ESB.Samk.skoðunarkönnun nýlega vill mikill meirihluti þjóðarinnar að við hættum strax að nota hina handónýtu fljótandi  krónu  og sækjum um aðild að ESB.Þingflokkur Sjálfstæðisfl.er eins og kunnugt er mótfallin aðild að ESB og einnig VG.Rökstuðningur þeirra gegn aðild er orðinn að einhverri þráhyggju um að þjóðin missi sjálfstæði sitt.Væri líklegt að hart nær þrjátíu ríki Evrópu hefðu gengið í ESB ef þau væru að fórna sjálfstæði sínu ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Ég hef margoft bloggað um að húsnæðiskosnaðurinn ætti ekki að vera í neysluvísitölu,þar sem húseign er fasteign,sem við greiðum lögboðin gjöld af.Húsnæðiskosnaður er a.m.k.í nokkrum ESB löndum ekki í neysluvísitölu.

Kristján Pétursson, 9.5.2008 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband