Órökstudd andstaða forsætisráðhr.án viðræðna við ESB sýnir ábyrgðar - og úrræðaleysi.

Hræðsla forráðamanna Sjálfstæðisfl.að innganga Íslands í ESB myndi hafa það í för með sér, að Sjálfstæðisfl.myndi klofna.Þessa kenningu hefur m.a.Björn Bjarnason,dómsmálaráðhr.viðurkennt í viðtali á Stöð 2 fyrir nokkru síðan.Skoðanakannanir benda einnig til að fleiri flokkar eins og VG og Framsóknarfl.myndu taka djúpa dýfu ef Íslendingar samþykktu inngöngu í ESB.

Stjórnmálamenn verða að fara að vilja þjóðarinnar,ræða rök með og móti ESB,en vera ekki vísvitandi að blekkja þjóðina af ótta við eigin frama.Ósannar staðhæfingar eða rangar skilgreininar á ESB eru ekki líklegar til að ná réttlátum niðurstöðum.Fullyrðingar andstæðinga ESB,að Íslendingar missi sjálfstæði sitt að stærstum hluta m.a í heilbrigðis - og menntamálum og skerði stórlega viðskiptafrelsi sitt eru vísvitandi að blekkja og hræða þjóðina um inngöngu í ESB.Við höfum reyndar upplifað þennan áróður að mestu leiti áður með inngöngu í EFTA.Halda nokkrir í alvöru að hartnær 30 ríki Evrópu hefðu gengið í ESB ef þau væru hrædd um að missa sjálfstæði sitt.Ekkert ríki innan ESB hefur gengið úr bandalaginu.Hins vegar er rétt að hafa í huga,að í efnahagsmálum þurfum við ótalmörgu að breyta til að fá inngöngu í bandalagið,vegur þar þyngst verðbólga og okurvextir.

Þá ræður þjóðin endanlega hvort við samþykkjum eða höfnum inngöngu,það er sú lýðræðislega niðurstaða sem við verðum öll að lúta,en ekki persónulegu valdabrölti forsætisráðhr.o.fl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband