Órökstudd andstaða forsætisráðhr.án viðræðna við ESB sýnir ábyrgðar - og úrræðaleysi.
19.5.2008 | 20:24
Hræðsla forráðamanna Sjálfstæðisfl.að innganga Íslands í ESB myndi hafa það í för með sér, að Sjálfstæðisfl.myndi klofna.Þessa kenningu hefur m.a.Björn Bjarnason,dómsmálaráðhr.viðurkennt í viðtali á Stöð 2 fyrir nokkru síðan.Skoðanakannanir benda einnig til að fleiri flokkar eins og VG og Framsóknarfl.myndu taka djúpa dýfu ef Íslendingar samþykktu inngöngu í ESB.
Stjórnmálamenn verða að fara að vilja þjóðarinnar,ræða rök með og móti ESB,en vera ekki vísvitandi að blekkja þjóðina af ótta við eigin frama.Ósannar staðhæfingar eða rangar skilgreininar á ESB eru ekki líklegar til að ná réttlátum niðurstöðum.Fullyrðingar andstæðinga ESB,að Íslendingar missi sjálfstæði sitt að stærstum hluta m.a í heilbrigðis - og menntamálum og skerði stórlega viðskiptafrelsi sitt eru vísvitandi að blekkja og hræða þjóðina um inngöngu í ESB.Við höfum reyndar upplifað þennan áróður að mestu leiti áður með inngöngu í EFTA.Halda nokkrir í alvöru að hartnær 30 ríki Evrópu hefðu gengið í ESB ef þau væru hrædd um að missa sjálfstæði sitt.Ekkert ríki innan ESB hefur gengið úr bandalaginu.Hins vegar er rétt að hafa í huga,að í efnahagsmálum þurfum við ótalmörgu að breyta til að fá inngöngu í bandalagið,vegur þar þyngst verðbólga og okurvextir.
Þá ræður þjóðin endanlega hvort við samþykkjum eða höfnum inngöngu,það er sú lýðræðislega niðurstaða sem við verðum öll að lúta,en ekki persónulegu valdabrölti forsætisráðhr.o.fl.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.