Salan á Ísl.Aðalverktökum ólögmæt samk.dómi Hæstaréttar - Hvað næst ?
19.5.2008 | 22:05
Ekki heyrist neitt frá opinberum aðilum hvernig fullnustu dóms Hæstaréttar í þessu máli verði háttað.Hver ætlar að sjá um að dómurinn nái fram að ganga eins og lög mæla fyrir.Verður ráðherrum fyrrv.ríkisstjórnar þar á meðal núverandi forsætisráðhr.,Valgerður Sverrisd. o.fl..sem báru fulla ábyrgð á sölu hluta ríkisins í Aðalverktökum látnir sæta lögformlega ábyrgð? Verður samningum ryft ?
Hér er um afar stórt mál að ræða,þar sem m.a.hæsta tilboði í fyrirtækið var hafnað til að útvaldir starfsmenn og hluthafar gætu eignast það á hagkvæmu verði.Ekki hefur verið upplýst hvað ríkið tapaði miklum fjármunum vegna þessa viðskipta.Hér virtist vera um pólitískan gjörning að ræða,sem þarf að upplýsa.Ættu jafnvel viðkomandi stjórnmálamenn að segja af sér þingmennsku og ráðherrastörfum vegna þessa máls? Þjóðin á að fylgjast vel með svona málum og sjá hvernig dómnum verður framfylgt.Hér er um að ræða eitt af stærstu fjármála - og viðskiptabrotum samtímans,svona mál er mælikvarði á taumlausa spillingu.Hér er ekki um að ræða að afsaka afglapaverk heldur þaulhugsað ásetningsbrot.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.