20 konur (fíklar ) hafa látist af völdum fíkniefna á einu ári.
22.5.2008 | 18:02
Þessar niðurstöður staðfesta hversu háð og ávanabindandi sterk fíkniefni eru.Móður tilfinningar og kærleikur fyrir börnum sínum verður sýnilega að víkja þegar fíkniefnin hafa náð þeim heljartökum,sem leiðir til þess að mæður svifta sig lífi eða efnin leiða til láts þeirra með öðrum hætti.Um tuttugu mæðralus börn á einu ári af þessum sökum er staðreynd.
Feður verða forsjáraðilar barna með öllum þeim skyldum og réttindum sem því fylgir.Í sumum tilvikum hafa þeir einnig látist af völdum fíkniefna og verða þá barnaverdunarnefndir að annast um hver framtíð barnanna verður.Stundum þarf að úrskurða hvort forsjáraðili sé hæfur til að annast umsjá barn.Umboðsmaður barna kemur einnig að þessum málum í auknum mæli.
Hér er oft um mjög viðkvæm og sársaukafull mál að ræða.Oft eru forsjáraðilar vegna fíkniefna - eða áfengisneyslu ekki færir um að annast börnin og koma þá oft til nánustu ættingar.Ég starfaði eitt sinn tímabundið í barnarverndarnefnd og það var mér mikil lífsreynsla.Ánægjulegt þegar vel tiltókst,en sorgin gat orðið djúp og sár ef málin tóku langan tíma vegna hvers konar missættis aðila.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.