Hryðjuverkadeild FBI illa skipulögð og undirmönnuð um 40% - slæmar fréttir

Bandarískur alríkismaður skýrði bandarískum þingmönnum frá því,að hryðjuverkadeild FBI væri illa í stakk búin að takast á við alvarleg hryðjuverk.Starfsmenn deildarinnar væru undirmannaðir um 40% og  jafnframt væri deildin illa skipulögð einkum sökum þess, að illa gengi að halda reyndum mönnum í starfi og ungir og óreyndir lögreglumenn kæmu í staðinn.

Þessi alríkismaður taldi hryðjuverkadeildina  vanta menn með góða tungumálaþekkingu og mikil vanþekking þeirra væri almenn á menningaheimi íbúanna.Þetta eru afar slæmar fréttir,þar sem talið hefur verið að aðgerðaráætanir Bandaríkjamanna varðandi hryðjuverk væru þær bestu í heimi.Ýmsar þjóðir hafa sent sínar sérsveitir til þjálfunar gegn hryðjuverkum einmitt til Bandaríkjanna.Reyndar kemur mér þetta ekki á óvart,því í stríðinu í Irak hafa Bandaríkjamenn orðið m.a.að beita þjálfuðum hermönnum hryðjuverkadeilda,sem hefur væntanlega skaðað deildina hjá FBI.

Þá hefur ekki verið staðfest hvort framburður alríkismannsins sé fullkomlega marktækur,en honum hefur þó ekki verið mótmælt.Fyrir okkur Íslendinga eru þetta ekki góðar fréttir,við höfum treyst Bandaríkjamönnum í meira en hálfa öld fyrir varnar - og öryggismálum okkar og haft góð samskipti við þá.Nú eru það hins vegar alls konar alþjóðleg hryðjuverk,sem herja á heiminn og við þurfum að fá alla þá bestu þjálfun fyrir okkar sérsveitarmenn sem kostur er á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Þó að FBI hefði öll  tæki, tól, mannskap og peninga til að gera betur er það til lítils ef að ráðamenn hafa engan raunverulegan áhuga á að koma í veg fyrir hryðjuverk.

William Cooper varaði við því um það bil tveimur mánuðum fyrir 9/11 hvað væri í bígerð og að Osama yrði notaður sem blóraböggull, það sem Cooper hafði uppúr því að vara landa sína við var að hann var stuttu seinna skotinn af lögreglunni fyrir utan heimili sitt, Alex Jones varaði einnig við árásunum áður en þær urðu að veruleika....en engin vildi heyra það heldur, merkilegt.

Nánar um Cooper og morðið á honum HÉR

Georg P Sveinbjörnsson, 23.5.2008 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband