Góðæriskjaftæði íhaldsins á ekki við rök að styðjast - úrræðalaus ríkisstjórn.

Eftir að hafa hlustað á Kristján Júlíusson í eldhúsdagsumræðunum ,þar sem hann er að lýsa enn og aftur góðæri íslensku þjóðarinnar.Það virðist sem hann og fjöldi þigmanna Sjálfstæðisfl.fylgist afar takmarkað með  lífskjörum þjóðarinnar.Nýverið var upplýst ,að a.m.k.27 þúsund lántakendur íbúðarlána skulduðu umfram eignir.Þeim fjölgar ört í 28% verðbólgu miðað við s.l.3 mánuði.Þá liggur einnig fyrir að heimilin í landinu eru ein skuldsettustu í heimi.

Í góðæri Sjálfstæðisfl.erum við með langhæstu verðbólgu í Evrópu,langhæstu vextina,hæsta matarverðið og handónýta mynt.Við ykkur Sjálfstæðismenn vil ég segja þetta:Hættið þessum blekkingum um góðæri á sama tíma og a.m.k. 1/3  hluti þjóðarinnar á í miklum fjárhagslegum vandræðum og þúsundir Íslendinga verða að fá matargjafir.Ósannyndi og blekkinar af þessum toga af yfirlögðu ráði er óheiðarlegur málaflutningur.Kannski er hann notaður af forsætisráðhr.í þeim tilgangi að réttlæta bullið , að engra sérstakra aðgerða sé nú þörf í efnahagsmálum þjóðarinnar.

Mikill meirihluti þjóðarinnar er nú samk.skoðunarkönnun óánægðir með efnahagsstjórnun ríkisstjórnarinnar.Það kæmi mér ekki á óvart að kjósendur færu að gefa ríkisstjórninni langt nef.Hún hefur ekki uppi neina aðgerðaráætlun í verðbólgumálum nema styrkja stöðu bankanna.Svo er hún að bíða eftir að krónan styrkist,sem er reyndar aðeins nú um 5% undir undir eðlilegum styrkleikamörkum.

Þá hefur verðbólgan þegar étið upp þá launahækkun sem gerð var vi ð ASÍ og reyndar 4 -5 % betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þeir eru haldnir strútsheilkenni

Hólmdís Hjartardóttir, 28.5.2008 kl. 13:34

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Strútsheilkenni er auðvitað hárrétt skýring.

En ég tek undir þetta hjá þér Kristján, og það sem þó vakti mér mesta furðu var þetta storkandi yfirlæti mannsins þegar hann tíundaði hinn glæsta árangur í efnahagsstjórnuninni.

Kennisetningar til leiðsagnar í stjórn samfélags eru lítils virði þegar þær taka stjórnina sjálfvirkt. Þetta á við bæði í hægri og vinstri póltík og um það eru mörg dæmi.

Undir stjórn Sjálfstæðisfloksins hefur markaðshyggjunni verið gefnir ríkisbankar okkar og ótakmarkað veiðileyfi á borgarana fylgt með.

Bankarnir fóru í útrás og okkur var talin trú um að flest fjármálafyrirtæki á vesturlöndum ásamt stórum viðskiptablokkum skylfu af óttablandinni öfund út í þessa íslensku töframenn sem stýrðu förinni.

"Sáuð þið hvernig ég tók hann piltar!", sagði Jón sterki forðum í leikritinu.

Sigling bankanna var glæst en fyrirhyggjulítil þegar upp var staðið.

Það sló í bakseglin og nú ætla stjórnvöld að taka stærsta lán Íslandssögunnar til að treysta stöðu bankanna í hinu alþjóðlega viðskiptasamfélagi!

Þegar fjármálaráðherra var beðinn um að staðfesta þetta í fráttatíma brást hann við eins og skóladrengur sem ásakaður er um að hafa brotið rúðu í kennarastofunni.

En Kristján Þór Júlíusson alþingismaður heldur sig enn við heilkenni Jóns sterka.

Árni Gunnarsson, 28.5.2008 kl. 14:26

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Þakka þér Árni minn fyrir skynsamlegar undirtektir eins og þú ert þekktur fyrir.Í júlí ætla ég að fara með fríðu föruneyti systkina minna,barna og barnabarna á Sauðárkrók.Reykjaströndin verður þó efst á listanum.Skín við sólu Sagafjörður.

Kristján Pétursson, 28.5.2008 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband