Hátt markaðsverð skapar mikið framboð á fíkniefnum hérlendis.
13.6.2008 | 16:48
Góð frammistaða löggæslunnar í þessu máli,sýnir að við erum í stakk búnir að takast á við glæpahringi,þó svo að ekki verði höggvið stórt skarð í fíkniefnamarkaðurinn.Það sem vekur nokkra athygli er ,að svo mikið magn af Cannabisefnum skuli flutt hingað núna þegar neysla á hassi hefur heldur dregist saman á sama tíma ,sem mikil aukning hefur orðið í neyslu sterkari efna.
Það sem vekur nú mestan óhug er ef satt reynist,að heroin sé að festa rætur hér.Heroin er lang hættulegasta fíkniefnið,afleiðingar þess á heilsu manna hefur gífurlegar afleiðingar.Þá er efnið notað af glæpahringjum til að hafa stjórn á vændiskonum og hvers konar glæpir,þjófnaðir,rán og manndráp eru tíðast tengd heroin neyslu.Ég ætla bara að vona að ríkisstjórnin standi fast að baki löggæslunni í þessum málaflokk,nógu slæmt er ástandið fyrir,en nái heroin neysla að festa hér rætur með skipulögðum aðgerðum glæpahringja þá erum komin á ystu nöf.Hemill á græðgi peningavaldsins ,sem nærist á fíkniefnum verður ekki tortímt,en það er hægt að spyrna rækilega við fótum ef ríkisvaldið skilur sinn vitjunartíma.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.