Norska krónan verði gjaldmiðill þjóðarinnar,þar til ákvörðun verður tekin með ESB

Það er deginum ljósara að Seðlabankinn virðist engin áhrif hafa á gengi krónunnar.Krónan veikist stöðugt og setur verðbólguna hér í hæstu hæðir.Áfram situr ríkisstjórnin aðgerðalaus og vonar að einhvern timann muni krónan styrkjast.Annað eins úræðaleysi er vandfundið í ísl.stjórnmála heimildum.Verðbólgan hækkar höfuðstól íbúðarlána landsmanna um miljarða á hverjum mánuði.27 þúsund íbúðareigendur skulda umfram eignir og enn fleiri bifreiðaeigendur skulda í bílalánum umfram verðmæti bifr.

Þetta er þó bara einn þáttur af efnahagsóreiðunni,okurvextir og matarverð eru stöðugt að grafa sig dýpra inn þjóðarsálina.Ég skil ekki aðgerðarleysi stéttarfélaga og alls almennings.Er óttinn svona mikill að hann beinlínis dragi allan kjark úr fólki eða erum við bara sundraðir hver uppi í hárinu á öðrum.Meðan enginn hefur hemil á græðginni hver ætti þá að skera okkur niður úr snörunni.

Við þurfum frelsi og lýðræði til að byggja upp menningarlegt þjóðfélag,en ekki vera sífellt að  ranghverfa og  blekkja fólk.Þjóðin verður að finna sér sameiginlegan vettvang til að velta af sér því oki sem við búum við.Er ekki eðlilegast að stéttarfélögin í landinu hafi það forustuhlutverk og þjóðin beri gæfu til að standa fast að baki þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband