Ástand golfvalla í góðu ástandi - leikurinn,náttúran, hreyfingin og ánægjan er mikil.

Ég er í golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar G K G.Fyrir okkur sem búum á þessu svæði er örstutt á völlinn.Umhverfið er fallegt hæðir í kringum völlinn,þar er líka nokkur trjágróður og tjarnir.Þá er fuglalífið fjölskrúðugt,mikið af mófuglum,öndum og gæsum.Bráðum fara ungarnir að hlaupa á golfbrautunum,vona bara að Veiðibjöllurnar komi ekki og tíni þá upp.Veiðibjallan er óvinur okkar allra,sem höfum yndi af smáfuglunum.Þær eiga þó sinn tilverurétt,við því er víst lítið hægt að gera.

Golfið er góð fjölskylduíþrótt.Hundruð barna eru hér í golfskóla og fátt er skemmtilegra en sjá þau með kylfurnar sínar sæl og kát.Þau eru svo tillitssöm og kurteis,við sem eldri erum gætum oft tekið þau til fyrirmyndar.Stóra vandamálið er að þessi íþrótt kostar nokkuð mikið og margir hafa ekki efni á stunda hana.Bæjarfélögin hafa þó lagt mikið fjármagn í uppbyggingu golfvallarins ,enda er svæðið mest sótta útivistarsvæði þessa byggðalaga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Tek undir þér með að golfið er heillandi íþrótt. Þótt ég sé alger byrjandi og ekkert sérlega efnileg er bakterían farin að búa um sig og mér líst bara vel á það, en sjálfsagt þarf að æfa vel til að verða skammlaus á vellinum og lítið tóm gefist til þess enn. Fer stundum í næsta bæjarfélag og fæ mér eina fötu til að slá úr, annað hvort í Hafnarfirði eða Garðabæ, einmitt á vellinum þínum.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.6.2008 kl. 21:09

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Anna, þegar þú færð bakeríuna er ekki aftur snúið ,sem betur fer.Þá er ekki spurt um tíma,það er alltaf tími.Ég er algjör dellukarl í golfi,reyndar skíðum líka og gamam af veiðiskap.Kannski sér maður þig í Garðabænum,við erum með eina golfvöllurinn á landinu með 27 holur.

Kristján Pétursson, 16.6.2008 kl. 23:25

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Til hamingju með daginn!

Edda Agnarsdóttir, 17.6.2008 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband