Eining samvinna og dugnaður ísl.kvennalandsliðsins til fyrirmyndar.
21.6.2008 | 21:17
Sá íslenska kvennalandliðið vinna Slóveníu 5 - 0.Það er svo gaman að sjá þennan leiftrandi kraft og gleði sem einkennir leik liðsins.Samvinnan og leikskipulagið gengur eitthvað svo áreynslulíið fyrir sig,en er virkilega að virka.Ég held að karlalandsliðið okkar ,sem lengi hefur átt dapra leiki og er neðarlega á heimslitanum ætti að taka kvennalandsliðið sér til fyrirmyndar.Ég sé ekki betur en þær standi þeim framar í leikskipulagi,hafi betra úthald og sigurviljinn sé meiri.
Þjóðin á að sýna þeim í verki að hún meti árangur þeirra og fylla Laugardalsvöllinn.Um 4 þúsund áhorfendur voru á leiknum,það er alltof lítið.Það er löngu tímabært,að konur fái verðskuldaða eftirtekt,fjölmiðlar hafa lengst af gefið þeim litla athygli.Kvennalandsliðið okkar stendur nú hæst á tindi íþrótta hérlendis.
Til hamingju með frábæran leik og kærar þakkir fyrir skemmtunina.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.