Sjálfstæðisfl.tapar þriðjungi kjósenda sinna á landsbyggðinni samk.könnun Fréttablaðsins.

Sjálfstæðisfl.og Samfylkingin mælast nú jafnstórir með 32% kjósenda og myndi hvor flokkur fá 21 þingmann,VG 11 og Framsóknarfl.Frjálslyndifl.fá 5 þingmenn hvor.

Þessar niðurstöður koma mér ekki á óvart.Forsætisráðhr.hefur enga opinbera stefnu í efnahagsmálum.Sagði reyndar í hátíðisræðu sinni 17 júní,að þjóðin ætti að spara.Frá honum hefur engin aðgerðaráætlun borist þjóðinni í vaxta - og verðbólgumálum.Tugþúsundir íbúðareigenda eiga ekki lengur fyrir skuldum,höfuðstóll af meðalháum íbúðarlánum hækkar á annað hundrað þúsund á hverjum mánuði meðan húsverð fer lækkandi.Íbúðarlán í erlendri mynt sem tekin voru  í gegnum bankana eru í mjög slæmum málum. Flotkrónan okkar er löngu síðan ónothæf mynt segja atvinnufyrirtækin í landinu og aðilar vinnumarkaðarins eru því sammála.Forsætisráðhr.og flokkur hans vill ríghalda í krónuna með tilstyrk Seðlabankans þó allir heilvita menn sjái að það er enginn grundvöllur fyrir því.

Kjósendur í landinu sjá þetta og hafna Sjálfstæðisfl.sem er í reynd ekki samstarfshæfur í ríkisstjórn.Hann vill engar aðgerðir nema styrkja bankana.Það má ekki skoða aðild að ESB og ekki heldur taka upp nýtt myntkerfi t.d.norska krónu.Það má ekki heldur endurskoða grundvöll neysluvísitölunnar,sem mælir verðbólguna.Þar má t.d. fella út ákveðna liði eins og húsnæðiskosnaðinn og kanna vægi og endurskoða aðra kosnaðrliði t.d.eldsneyti.Verðtryggingar lána á að fella niður eins og er inna ESB ríkja.Það á ekki sífellt að koma aftan að lántakendum með hækkun höfuðstóla lána.

Sjálfstæðisfl.er búinn að máta sig út í horn,hann hefur ekki lengur hemil á græðgi peningavaldsins og fjöldi kjósenda flýr nú flokkinn.Honum tekst ekki öllu lengur að ranghverfa málum og blekkja fólk,græðgin hefur nefnilega þann eiginleika að tortíma sér og draga niður með sér í fallinu þúsundir manna.Spurningin er hvort Samfylkingin verði flotkví fyrir íhaldið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hvað finnst þér um fallandi gengi krónunnar í dag?

Edda Agnarsdóttir, 23.6.2008 kl. 16:45

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Ég hef margoft sagt Edda að krónan er óhæf mynt,húin hefur t.d.lækkað um 40% frá áramótum.Sú mikla óvissa sem ríkir um styrk -eða veikleika krónunnar gerir fyrirtækjum í innflutnings - og útflutningigreinum ófært að skipuleggja efnahagslegt umhverfi sitt.Þá er aðkoma erlendra fyrirtækja í fjárfestingum hér ekki möguleg,nema í orkufrekum iðnaði.

Ég hef látið mér detta í hug að taka a.m.k.tímabundið upp norskra krónu meðan verið er að velta fyrir sér aðkomu að ESB.Við verðum að gera eitthvað strax,krónan er aðal undirrót verðbólgunnar í dag.Við verðum líka að taka á  okurvöxtunum og verðtryggingunni,sem hækkar höfuðstól meðallána á annað hundrað þúsund kr.á mánuði.Ég er bæði sár og reiður að horfa á aðgerðar - og úræðaleysi ríkisstjórnarinnar.

Kristján Pétursson, 23.6.2008 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband