Önnum kafin utanríkisráðhr.okkar er nú stödd í Damaskus.
25.6.2008 | 17:56
Hún fundar nú með sýrlendkum ráðamönnum um málaefni Mið-Austurlanda og málaefni Íraks og Íran.Hún vinnur að því að friður komist á fyrir botni Miðjarðarhafs.Hún er þegar orðin mjög víðförul eftir eitt ár í stóli utanríkisráðhr.Kannski erum við að eignast þarna alheimsfriðarboða eða eru þessar ferðir fyrst og síðast til að komast í Öryggisráð SÞ.
Það kemur illa við marga að heyra um þetta heimsflakk utanríkisráðhr.á meðan ríkisstjórnin er með allt niðrum sig.Á ekki form.Samfylkingarinnar að spyrna við fótum í innanlandsmálum og koma fram ásamt samstarfsflokknum með aðgerðaráætlanir,gefa landmönnum von um uppstyttu t.d. í verðbólgu - og okurvaxtamálum áður en tugþúsundir heimila verða gjaldþrota og að flotkrónan okkar hverfi eins fljótt og auðið er.Það eru allir orðnir afar þreyttir á forsætisráðhr.okkar,nú beina menn augum til utanríksráðhr.að hún beini orku sinni og víðsýni í þágu eigin lands.
Utanríkisráðherra fundar með ráðamönnum í Sýrlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Danskir ráðherrar eru að falla á prófinu vegna þess að þeir taka sér auka bíltúr í ráðherrabílnum.
Í landi bruðlsins (Íslandi) tekur utanríkisráðherran titilinn í gíslingu og sest bókstaflega að erlendis eða endasendist út um allt í nafni friðar og skilnings. Friður er henni hugleikinn, en af hverju talar hún við einn helsta friðarspilli heims á Sýrlandi? Er hún siðblind?
Hvað þetta kostar verður að komast á hreint, áður en það verður of dýrt, líkt og svo margt á Íslandi í dag, þar sem ýmsar stéttir fá ekki sómasamleg laun og ört vaxandi hópur á ekki í sig né á.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.6.2008 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.