Geta afbrotamenn (sbr.Árni Johnsen) sem afplánað hafa þunga refsidóma setið á Alþingi Íslendinga.
18.11.2006 | 21:41
Nú er það enn að gerast hjá Sjálfstæðisfl.að maður sem hefur afplánað 2.ára fangelsisdóm fer í framboð fyrir flokkinn til alþingiskosninga.Fleiri þingmenn flokksins hafa einnig hlotið fangelsisdóma áður en farið samt í framboð og setið á þingi.Það eykur ekki traust né virðingu á alþingi að sjálft löggjafarþingið,sem setur lög fyrir dóms - og framkvæmdavaldið sé með þingmenn innanborðs sem hafa að yfirlögðu ráði unnið til alvarlegra afbrota.Þó svo að menn uppfylli skilyrði til sakaruppgjafar,sem oft er þó umdeilt ætti það ekki af siðferðislegum ástæðum að heimila mönnum þingsetu.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig Sjálfstæðisfl.muni endanlega afgreiða framboðsmál Árna Johnsen sem nú talar um mál sitt sem tæknileg mistök,hvernig sem á nú að heimfæra það miðað við þau afbrot sem hann hlaut dóm fyrir.( var kannski notaður klaufhamar í stað naglbítar var viðmælenda mínum að orði þegar hann heyrði þetta)Árni er orðhagur maður og hefur þarna kannski skapað nýtt sjónarhorn á afbrotalýsingu.Það er athyglisvert að til löggæslumanna eru gerðar kröfur um hreint sakarvottorð,en ekki alþingismanna sem bera þó ábyrgð á setningu laga,en lögreglunnar á framkvæmd þeirra.Væri ekki eðlilegt að þarna væri jafnræði á.
Það er ekki aðeins að kjósendur bíði eftir afstöðu Sjálfstæðisfl.í málinu heldur líka alþingis.Þetta er löggjafarvaldinu og lýðræðinu til skammar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.