Taka upp evru á grundvelli EES samningsins - Ágæt hugmynd dómsmálaráðhr.

Björn Bjarnason dómsmálaráðhr.hefur komið fram með þá hugmynd að taka upp evru á grundvelli EES samningsins.Krónan okkar er ónothæf og er jafnframt aðalorsakavaldur verðbólgunnar.Hana getum við ekki nýtt erlendis og ferðamenn sem hingað koma verða að skipta henni áður en þeir fara úr landi.

Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún telja þessa hugmynd Björns ófæra og benda á viðtal við  Percy Westerlund einn af yfirmönnum fastanefndar  framkvæmdastjórnar  ESB,sem væri mótfalinn slíkri aðgerð.

Vitanlega á að kanna af fullri alvöru þessa hugmynd Björns og ræða formlega við ábyrga aðila í  ESB um þessi mál.Aðkoma að þessu máli í gegnum EES samninginn er rökrétt leið.

Þjóðin er orðin sár og reið yfir úrræðaleysi Geirs og Ingibjargar í efnahagsmálum.Þaðan koma alls engin úrræði,bara beðið eftir styrkingu krónunnar.Engar aðgerðaáætlanir í efnahagsmálum með handónýtan Seðlabanka á meðan höfuðstóll  tugþúsunda íbúðarlána gerir eignirnar verðlausar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband