Olíuverð lækki hér strax og heimsmarkaðsverð lækkar.
16.7.2008 | 21:25
Nú hefur olíuverð á erlendum mörkuðum lækkað verulega s.l.tvo daga.Við gerum þá kröfu til olíufélaganna hér á Íslandi,að þau lækki olíuverðið strax eins og gerist í Bandaríkjunum og ESB löndunum.Við erum vön að sjá veriðið hækka hér samdægurs og heimsmarkaðsverð hækkar.Þurfum við að búa við svona markaðskerfi,sem í reynd er ekkert annað meint afbrot?
Neytendur geta auðveldlega haft áhrif á þessi viðskipti olíufélaganna með þeim hætti að versla allir við það olíufélag,sem fyrst lækkar verðið og er ódýrast.Þannig væri hugsanlega hægt að efla einhverja samkeppni milli þeirra.Ég skal þó viðurkenna ,að það samráð ,sem þau hafa sín á milli með verð ,er ekki líklegt að hreyfa neinu.Samkeppnisráð , neytendasamtök og stéttarfélögin eru vita duglaus og láta þetta dæmalausa meinta afbrotakerfi olíufélaganna afskiptalaust.Það er ekki nóg að hræra einu sinni í pottinum eins og Samkeppnisráð gerði,það þarf að gera reglulega.
Olíuverð heldur áfram að lækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.