Feministar viðkvæmir fyrir taxta síðsumarslags Bakkalúts.

Feministar telja að textinn sýni að nauðgarar séu hluti af hversdagsleikanum og þetta séu undarleg skilaboð og stangast á við kynfrelsi beggja kynja.

Þessu mótmæla Baggalútsmenn harðlega,enda fordæmi þeir öll kynlífsbrot í hvaða mynd sem er.Þó eitthvað kunni að halla á kvenfólk í þessum texta,sé engan veginn hægt að heimfæra það með þeim hætti sem feministar gera.

Texinn sem um er rætt er svona:

" Kengfullar kerlingar,kaffæra Herjólfsdal,

þrjá daga á ári,slíkt ber að nýta sér,

Því skaltu flýta þér,og reyna að góma grey,

meðan þær geta ekki synt á brott frá Heymaey."

Margur textinn hefur nú rist dýpra í þjóðarsálinni og karlmenn yfirleitt fengið fyllilega sinn skammt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thetta er bara hluti af textanum og thad er skelfilegt ad fylgjast med umrædunni thar sem fólk hardneitar ad horfast i augu vid ad thad sem lyst er í textanum hefur ekkert med kynlíf ad gera heldur er thad lysing a naudgun. Í kynlífi eru konur ekki varnarlaus grey sem ber ad nyta ser a medan thær eru kengdrukknar og hafa ekki moguleika a ad flyja. Kynlif er heldur ekki slagur, eins og lyst er i textanum.

Naudganir eru utbreitt og alvarlegt vandamal a Islandi. Kannski ekki skrytid ef karlmenn almennt ganga med thær hugmyndir i kollinum ad athæfi eins og lyst er i laginu sé kynlíf.

katrín (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 22:54

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Katrín hvar í texanum er lýsing á nauðgun ?Eru ekki kengfullir karlar og konur að veltast dauðadrukkið og undir áhrifum fíknefna í Herjólfsdal og á þessum stærri útihátíðum ? Hverjar skyldu afleiðingarnar vera ? Ég tel að bæði kynin séu oft ekki við þessar aðstæður hæf að ráða aðgerðum sínum.

Ég get fallist á,að textinn við þetta lag er ekki að mínu skapi,en að þar sé lýsing á nauðgun er náttúrlega fjarri öllum sanni.Konur ættu skannski að taka taxtann alvarlega og varast samskipti við fíkniefnaneytendur og kengdrukkna karla.Baggalútsmenn eru þekktir fyrir skemmtilega texta,en þarna slógu þeir fyrir neðan beltisstað án þess þó að skaða neinn.

Kristján Pétursson, 26.7.2008 kl. 13:49

3 identicon

Kristján þegar um er að ræða kynlíf með samþykki beggja er ekki gert ráð fyrir að annar aðilinn þurfi að flýja. Það að tala um að góma grey - nýta sér ölvunarástand - á meðan konurnar ekki geta flúið - og síðan tala um slag þegar í tjaldið er komið, allt þetta hefur ofbeldistilvísanir en ekki merki um kynlíf með samþykki beggja. Konur sem vilja stunda kynlíf hafa hvorki þörf né löngun til að flýja. Um leið og sönghöfundar tala um konur sem ekki komast í burtu er strax byrjað að gefa til kynna að þetta sé eitthvað sem er þvert á vilja kvennanna sem sungið er um. Fólk verður að gera greinarmun á fyllerísrugli sem báðir taka jafn mikinn þátt í og kynferðisofbeldi. Hvergi í þessum texta er talað um að konurnar séu til í tuskið eða þetta sé þeim að skapi. Þvert á móti er talað um að notfæra sér þær á meðan þær eru kengdrukknar og geta ekki flúið. Samþykkið er víðsfjarri - og enn aftur, greinilega er mikil þörf á að hamra á því enn og aftur að karlmenn eiga ekki rétt á líkömum kvenna eða að taka það sem þeir vilja. Strákar sem vilja stunda kynlíf hugsa um samþykki beggja aðila - ekki bara hvað þeir sjálfir vilja óháð því hvað konan vill - ef það eina sem skiptir máli er að strákurinn fái að „losa“ sama í hvaða ástandi konan er eða án þess að hún hafi gefið samþykki þá er þetta ekki kynlíf heldur nauðgun. Mjög basic en því miður erum við enn að berjast fyrir því að eignaréttur kvenna yfir eigin líkama sé virtur.

Sjálf er ég gáttuð á þeim viðbrögðum sem texti Baggalúts hefur fengið hjá sumum. Ég hélt að við værum komin aðeins lengra en svo að fólk talaði um að það væri réttur stráka að nýta sér kengdrukknar konur sem ekki eru í aðstöðu til að flýja... Eins og sungið er um. Slagorð karlahóps Femínistafélagsins á greinilega mjög vel við - hvatning til karlmanna um að segja nei við nauðgunum. 

katrin (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 16:14

4 Smámynd: Kristján Pétursson

Katrín kærar þakkir fyrir bloggið þitt, ég get tekið undir allt sem þú skrifar í þessari ágætu grein.Hins vegar finnst mér oft fjallað um þessi mál á of einhæfan hátt þegar rætt er um kynlíf karla og kvenna,þar sem báðir aðilar eru undir sterkum áhrifum áfengis og fikniefna.Dómgreind aðila eru oft ekki í því ástandi,að þau geti metið aðstæður og afleiðingar gjörða sinna.

Karlmenn vakna oft upp að morgni við hlið konu sem þeir kæra sig ekkert um og reyndar þekkja alls ekki neytt og muna jafnvel ekkert hvað gerðist.Sama gildir að sjálfsögðu um konur.Hér gildir ekkert STOP - eða BIÐSKILDUMERKI.Því miður stöndum við varnarlaus við slíkum uppákomum,varnarorð foreldra og þeirra aðila sem vinna að forvörnum í þessum málum er góðra gjalda vert,en í heimi aukinnar fíkniefnaneyslu og mjög takmarðaðs löggæslueftirlits erum við því miður á undanhaldi. 

Kristján Pétursson, 27.7.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband