Skattaparadísir fyrir skattflóttamenn eru víðsvegar um heiminn.
6.8.2008 | 18:35
Samkomulag Íslands við hin Norðurlöndin að hindra skattaflótta á þessum Ermasundseyjum kemur að litlu gagni,þar sem fjöldi eyja í Karabiskahafinu og fjöldi annara staða víðsvegar um heiminn gegna sama hlutverki.
Vitað er að stór hluti þess fjármagns sem vistaður er á svona stöðum kemur m.a.frá alls konar afbrotamönnum og Mafíuhreyfingum viðsvegar í heiminum.Menn munu því auðveldlega geta fært viðskipti sín frá Ermasundseyjunum til annara staða.Það þarf að verða alþjóðleg samstaða um heimsbann við skattflótta,það gæti reynst sterkt vopn gegn hvers konar alþjóðlegum afbrotum.Við Íslendingar höfum mikilla hagsmuna að gæta eins og aðrar þjóðir í þessum efnum,hundruð ísl.fyrirtækja er skráð þar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.