Forseta Íslands og menntamálaráðhr.ber að þakka.
27.8.2008 | 21:32
Framganga forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir,menntamálaráðhr.ber að þakka sérstaklega fyrir frumkvæði beggja fyrir móttöku handboltalandsliðsins.Þessi móttökuhátíð náði svo sannarlega tilgangi sínum,að tugþúsundir landsmanna hilltu hetjur sínar af sannri gleði og innlifun..Foreldrar með börnin sína veifandi þjóðfánanum,klappandi og gleðin skein úr hverju andliti.
Sú ákvörðun að veita þeim fálkaorðuna var skynsamleg aðgerð og jafnframt þakklæti þjóðarinnar til strákanna okkar.Ég er sannfærður um að svona aðgerð hvetur íþróttamenn til dáða og börnin munu líta á heturnar sem fyrirmyndir sínar.Þetta er jákvætt og ætti líka að sameina þjóðina til góðra verka.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.