Verðbólgan veltur áfram með auknum þunga (14,5 % ) - Hæsta verðbólga í 17 ár.

Var ekki búið að ákveða fyrir nokkrum mánuðum að stofna til þjóðarsáttar um úrlausnir í efnahagsmálum ? Ekkert heyrist frá ríkisstjórninni, ASÍ eða öðrum aðilum vinnumarkaðarins.Staðfestir þögnin að ekkert sé verið að vinna að þessum málum.Það eina sem heyrist frá forsætisráðhr.að verið sé að vinna við að aðstoða bankana,en ekki orð um verðbólguna, okurvextina,verðtryggingar,afkomu heimilanna og hina handónýtu krónumynt okkar.Hvers á þjóðin að gjalda á hún ekki rétt á að fá aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í efnahgsmálum þ.e. staðreyndir málsins á borðið ?Ég held að farsælast væri fyrir Sjálfstæðisfl.að skipta um formann,við verðum að hafa sýnilega forustu í ríkisstjórn með skilvirkan vegvísir fyrir framtíðina.Sé miðað við síðustu Gallup skoðanakönnun er Sjáfstæðisfl.með 32 % kjörfylgi,en fengi um 3 - 4 % minna upp úr kjörkössunum,sé miðað við alþingiskosningar.

 Nú standa ekki nema rúm 50 % kjósenda á bak við ríkisstjórnina samk.skoðunarkönnun,en voru um 80% í upphafi stjórnarinnar.Ríkisstjórnin uppsker eins og hún sáir,það er alveg augljóst á þessum tölum.

Samfylkingin ber náttúrlega pólutíska ábyrgð á rekaldi ríkisstjórnarinnar,það er sorglegt að sjá hana halda uppi bágbornum röksemdum fyrir aðgerðarleysi forsætisráðhr.Ingibjörg ætti strax að koma saman aðgerðrhópi með  aðilum vinnumarkaðarins,BSRB og ríkisstjórnarinnar um úrlausn efnahagsmála.Þolinmæði fólks er þrotin,verðtryggingar húsnæðismála á meðalháum lánum er í dag 1,6 milj.kr.á ári,sem bætist ofan á höfuðstól lánanna.Þið ættuð að horfa í augu unga fólksins,sem er að reyna að  eignast  sína fyrstu íbúð og hefur langt allt sitt sparifé að veði,en eiga nú ekki lengur fyrir skuldum.Orð án innhalds hafa ekkert gildi,það þýðir ekki lengur að ranghverfa málum og blekkja fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband