Fleytisamningar stéttarféaga til nokkra mánuða - upphaf af undanhaldi í komandi kjarasamningum.
30.8.2008 | 16:03
Hugsanlega er þarna komin skýring á,að ríkisstjórn hafi ekki gert neina aðgerðaráætlun í efnahagsmálum.Það á að ýta vandanum undan sér með fleytisamningum við stéttarfélögin fram eftir næsta ári.
Ríkisstjórnin lofaði ótal aðgerðum eftir gerða kjarasamninganna á almennum markaði s.l.vetur.en lítð orðið um efndir.Húsaleigbæturnar hafa t.d.ekki gengið eftir og svo átti náttúrlega að hækka strax skattleysismörkin þegar verðbólgan fór á skrið og ríkið átti að setja aukna fjármuni til félagsmála,sem gangast best láglaunafólki.Loforð ríkisstjórnarinnar fyrir kosningar að afnema stimilgjöld voru starx svikin og skildi það gilda aðeins um kaup á fyrstu íbúð.
Maður hefur megnustu skömm af ríkisstjórnum undanfarinna ára og núverandi siglir í kjölfar hinna.Það þarf engan að undra að samk.skoðanakönnun á s.l.ári settu landsmenn alþingi í neðsta sæti yfir vinsældir stofnana ríkissins.Við erum að ræða hér um sjálft löggjafarvald þjóðarinnar.Er ekki löngu tímabært að rannsaka hvaða ástæður liggja til grundvallar vanþóknun og virðingarleysi þjóðarinnar fyrir Alþingi Íslendinga ? Er nokkur von til þess að við fáum hæft fólk til að gegna störfum alþingismanna við slíkan orðstír?
Þegar við hlustum á umræður frá alþingi þá fáum við reyndar að hluta til svar við þessu virðingarleysi.Það er eins og ekki sé hægt að koma nokkru máli í gegnum þingið á rökrænan og skipulegan hátt,endalausar fortíðarumræður, fyrirspurnir og andssvör um málefni, sem virðist gera þingið nánast óstarfhætt.Þá eru þingmenn alltaf að reyna að baktryggja sína stöðu hjá valdhöfum flokkanna oft gegn betri vitund..Lýðræði og frelsi verður seint skapað innan þingsins með þessum hætti.Hinn pólutíski flokksvegvísir þingmanna er afar þröngur og torveldar lýðræðislegar niðurstöður.
Hvað er andlegt fresli ? Það er lausn undan blekkingum persónuleikans, sjálfslýginni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.