Norðurpólsísinn verður að mestu horfinn 2030 - Hvaða áhrif hefur það ?

Rannsóknir sýna að siglingaleiðin milli Kyrrahafs og Norður Íshafsins muni hugsanlega opnast eftir rúm 20 ár yfir sumartímann.Ef sjávar - og lofthitin heldur áfram að hækka eins og undanfarin ár,þá telja sérfræðingar að þessi niðurstaða verði raunin.Miklar breytingar verða á lífríki sjávar hér við Ísland,nýjar fisktegundir frá heitari hafsvæðum mun leita hingað og eitthvað af fiskstofnum okkar munu leita til norðlægari hafsvæða. Nú þegar hefur fjölgað nokkuð fuglategundum hér á landi og landbúnaður hérlendis mun einnig njóta góðs af auknum hita a.m.k.tímabundið.

Þá er talið að lífræn efni í þíðandi sífrera norðurslóða losi um enn meiri gróðurhúsa lofttegundir.

Ætla má að hérlendis verði komið upp stórum hafnarmannvirkjum til umskipunar á vöruflutningum milli heimsálfa í austri og vestri.Sjálfsagt geta Íslendingar hagnast tímabundið á þessum veðurfarsbreytingum,en allir sérfræðingar telja að af hitun jarðar og breytingar hafstrauma stafi mannheimi ógn af ,sem allar þjóðir verða að takast á við í auknum mæli.Aukning á mengun á heimsvísu er í reynd vegvísir á að hnötturinn okkar breytist í óbyggilegar auðnir.Það gengur ekki lengur að auðhyggjan og græðgin dragi pólutískt myrkur yfir höfuð jarðarbúa og ranghverfi málum og blekki fólk.Sú viðspyrna sem við kunnum að eiga í þessum málum verða allar þjóðir að sameinast um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband