15.jan.n.k.verður réttur til olíuleitar boðinn út á Drekasvæðinu.

Nokkur ár geta liðið þar til tilraunaboranir á vel völdum stöðum leiða til fundar á olíulind ,sem hagkvæmt er að hefja olíuvinnslu í.Að mati sérfræðinga  er ekki óraunhæft að ætla í tilliti Drekasvæðisins muni líða 16 ár þangað til vinnsla gæti hafist að fullu,að því gefnu að olía finnist þar í næganlegu magni.

Ef allt gengur að óskum telja sérfræðingar hugsanlegt,að þarna megi finna a.m.k.10 miljarða tunna af olíu ,þar af tvo þriðju af gasi,verðmæti þess um 85.000 miljarða  króna miðaða við núverandi gengi.Þá er talið að olíuvinnslufyrirtækjunum verði gert að greiða 15% tekjuskatt og svo þrepaskiptan vinnsluskatt upp að 7,5%,að þvi gegnu að hagnaður fyrirtækjanna  sé undir 20% af vinnslukosnaðinum.Hins vegar gæti skatturinn hækkað  í þrepum upp í allt að 40% við hagstæð skilyrði.

Kannski geta olíuskattar skilað ísl.ríkinu þúsundum miljarða króna í framtíðinni.Þá er eins gott að efnahagsstjórnkerfið verði í lagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband