Afnema ber frjálst gengi krónunnar ,þar til þjóðin hefur fengið nýjan gjaldmiðil.

Þá þarf að takmarka frjálsa fjármagnsflutinga milli Íslands og annara þjóða.Krónan er og verður ónothæf í hnattrænum viðskiptum eins og þegar er fullreynt.Örmynt okkar í fljótandi gengi var röng ákvörðun frá upphafi.Í efnahagslegum lægðum rýrnar kaupmátturinn,með hækkun verðbólgu og vaxta eins og dæmin sanna.Miðað við gengi bandaríkjadollar er ísl.kr.nú 91,5 eða lægri en nokkru sinni fyrr.

Fyrrverandi ríkisstjórnir íhalds og framsóknar bera höfuðábyrgð á efnahagsvandanum nú vegna flotkrónunnar.Það virðast allir sjá nema forsætisráðhr.,sem vill viðhalda óbreyttu kerfi þó krónan hafi á nokkrum mánuðum veikst um 40 % og sé megin ástæðan fyrir þeirri miklu verðbólgu , sem við búum við.Þúsundir heimila og hundruð fyrirtækja verða gjaldþrota vegna krónunnar.

Af hverju erum við Íslendingar með tvöfalt hærri vexti og þrefalt hærri verðbólgu en ESB ríkin.Það hljóta allir að sjá,að því veldur fyrst og síðast óstöðugleiki krónunnar.Við getum ekki lengur beðið eftir aðgerðum,forsætisráðhr.hann og flokkur hans virðist vera fyrirgirtur hugsanlegum úrlausnum  í efnahagsmálum  eins og glögglega kom fram í þætti Silfri Egils í dag.Þar kom m.a.fram að ráðhr.taldi myntina vera ekkert samningamál við aðila vinnumarkaðarins.Kemur ekki myntin okkar öllum við ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband