Forsendur fyrir notkun króunnar horfnar - staðan versnar stöugt.
16.9.2008 | 14:25
Forsenda krónunnar og peningamálastjórnunar eru horfnar.Aðild að ESB og upptaka evru virðist besti valkosturinn í stöðunni.Yfirlýsing um aðildarumsókn hefur þegar áhrif á mörkuðunum,en heildarferlið getur tekið 3 - 4 ár.Þjóðin ræður með þjóðaratkvæðagreiðslu .Þá er rétt að að geta þess að fortakslaus einhliða uppsagnarréttur í 50 grein Lissabonssáttmálans tryggir fullkomlega fullveldisrétt þjóðarinnar.
Við þurfum hins vegar strax nýjan gjaldeyrir og því verða umræður við ESB að fara sem allra fyrst í gang.Það er ljóst ef ekkert verður að gert munum við missa fjölda fyrirtækja úr landi og hér verði mikið atvinnuleysi og fólksflótti.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.