Einelti Davíðs á sér engin takmörk.Nú notar hann Geir til að fanga Jón Ásgeir.

Það verður fróðlegt fyrir þjóðina að fylgjast næstu daga með framvindu Glitnismálsins.Hver fær innmatinn úr bankanum  á spottprís?Hverjir njóta hylli Davíðs kóngs og fær hausa og fætur?Sem gamall sveitamaður nota ég gjarnan svona samlíkingar.

Skyndilegt inngrip Seðalbankans að þvinga fram yfirtöku á Glitni,kom mjög skyndilega.Ekki virðist hafa verið leitað annara lausna t.d.sameiningu banka.Hlutabréfaeigendur um 12 þúsund manns verða fyrir miklu tjóni með þessari aðför,án þess að koma við neinum aðgerðum.Fá aðeins 1 / 8 hluta af verðmætum sinna bréfa.

Mestur er skaði eignahluta Jóns Ásgeirs og fjölskyldu hans,sem er stærsti hluthafi  bankans.þau gætu tapað hátt í hundrað miljarða.Davíð virtist brosa blítt til fréttamanna eftir að ákvörðun hafði verið tekin um yfirtöku Seðlabankans á Glitni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eigi skal af því skafið,að Davíð Oddson er Hryðjuverkamaður,o hananú.

Númi (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 22:50

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þú þurftir nú ekki að tilkynna sérstaklega um sveitamanninn í þér, þú opinberar hann þannig að það þarf ekki að taka það fram sérstaklega.

Það fara ekki af því sögur að þér hafi verið jafn annt um vesalings meðeigendur geislaBAUGSfeðganna þegar Baugur var almenningshlutafélag og þeir feðgar hlunnfóru meðeigendur sína með sjálftöku fjár og bókhaldsbrellum til að sölsa félagið undir sig á lágmarksverði ?

Er kannski ekki skárra að menn eigi 25% virði hlutabréfa sinna eins og nú er komið en að eiga 0 kr í hlutabréfum gjaldþrota banka og tugþúsunda tapi almennings í bankainnistæðum sínum ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.9.2008 kl. 00:10

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

.....tugþúsundir úr röðum almennings tapi bankainnistæðum sínum .... átti ná að standa þarna.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.9.2008 kl. 00:11

4 Smámynd: ÖSSI

Hárrétt ákvörðun hjá Seðlabankanum. Ef þetta væri pólitík þá geri ég ráð fyrir að samfylkingin hefði stoppað þetta. Þeir hafa alltaf verið hallir undir Baug og þeirra fyrirtæki. Nei samfylkingin samþykkir þetta og þar með er hægt að útiloka allar samsæriskenningar um að Davíð standi á bak við þetta.

ÖSSI, 30.9.2008 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband