75 % eign Ísl.ríkisins í Glitni þýðir yfirtöku á 2000 miljörðum kr.skuldum bankans.
2.10.2008 | 13:35
Samþykki eigendur Glitnis á hlutabréfafundinum,að ríkið eignist 75% í Glitnir hefur ríkið skuldsett þjóðina fyrir um 2000 miljörðum.Eignir bankans eru taldar um 200 miljarðar eða um 10 %. Kannski er skemmra í þjóðargjaldþrot en maður hélt þegar þessi gjörningur hófst í Seðlabankanum með þeim Davíð Og Geir.Vonandi verður þetta mál tekið upp á Alþingi á morgun,en glöggir menn telja,að svona mál verði að afgreiðast á þinginu,sem hefur fjárveitingavaldið.
Að Seðlabankastjóri og forsætisráðhr.skulu leyfa sér svona einspil með fjárreiður þjóðarinnar ´gerir mann óttasleginn.Nú skilur maður betur en áður af hverju við fáum litla sem enga lánafyrirgreiðsu á alþjóðavettvangi,það er meira en krónan sem því veldur.
Er ekki kominn tími fyrir Samfylkinguna að slá upp lokaballi fyrir Sjálfstæðisfl.og hætta þessu vonlausa samstarfi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.