Bankarnir hafa misst tiltrú þjóðarinnar - Miljarðar í starfslokasamninga og laun bankastj.
5.10.2008 | 19:55
Þjóðin á ekki að draga svona lið að landi,bankarnir hafa ekki sýnt þjóðinni neina virðingu.Eitt aumkunarverðasta samband græðgi og uppskapningar er að finna hjá stjórnendum bankanna,sem greiða sjálfum sér í laun og starfslokasamninga í miljörðum króna.Svo þegar þeir hafa keyrt bankana í strand vilja þeir fá dráttartaug frá Lífeyrissjóðum landsmanna til að draga sig að landi.Það má ALDREI gerast.
Ef þjóðin setur ekki hemil á græðgi peningavaldsins fer illa.Það á að láta bankana rúlla,en ríkið verður að ábyrgjast sparifé landsmanna og setja upp öflugan þjóðarbanka.Íslenska myntin er löngu dauð í umsjá Seðlabankastj.reynslutíminn með flotkrónuna frá 2001 er lokið. Við verðum strax að fá nýja mynt og sækja jafnframt um aðgang að ESB.Þá verður Samfylkingin að standa fast á því að Davíð Oddsson hverfi úr stól Seðabankastjóra,þjóðin veit hvers vegna.
Athugasemdir
getum við ekki farið í kröfugöngu með Vigdísi og Ómari og krefjumst að yfirmenn bankana skili því sem þeir stálu úr bönkunum
Anna (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 20:21
Styð heils hugar ábendingu Þorvaldar Gylfasonar að reka bankastjóra Seðlabankans alla með tölu. Ég krefst þess jafnframt að ríkisstjórnin biðjist lausnar þegar í stað og að mynduð verði þjóðstjórn fagráðgjafa og forystumanna launþega og samtaka atvinnulífsins.
Þorskkvóti verði aukinn verulega og bundinn við útgerðir með búsetu utan Stór-Reykjavíkursvæðisins.
Árni Gunnarsson, 5.10.2008 kl. 20:52
Er sammála þér Árni eins og oftast áður.Gaman væri að sjá bátana leggja úr höfn og koma með allan fisk að landi.Vissulega væri áhugavert að þjóðstjórn tæki við skipuð okkar hæfustu sérfræðingum.Þar yrði engin þingmaður,enda tæpast eftirsjá í neinum þeirra.enda sitja þeir fyrir sjálfa sig á þingi en ekki þjóðarinnar.
Kristján Pétursson, 5.10.2008 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.