Gordon Brown hótar að beyta hryðjuverkalögum gegn Ísl.bönkum í Bretlandi.

Hér er um einstæðan og sögulegan atburð að ræða,sem ekki er vitað um að áður hafi gerst a.m.k.meðal Evrópuríkja.Við Íslendingar hljótum að kæra ráðhr.fyrir vísvitandi ógnun og að eyðileggja  fjárhagslega markaðsstöðu okkar að yfirlögðu  ráði.

Þessi framkoma Gordon Browns á sjálfsagt eftir að skaða Íslendinga í viðtækum skilningi,en hann er þó sjálfum sér verstur í þessi máli.Í komandi kosningum í Bretlandi þar sem hann stendur mjög höllum fæti verður hótun hans um notkun laga um hryðjuverk gegn Íslendingum dýrkeypt.

Ef ágreiningur verður milli þjóðanna um skaðbætur vegna innistæðna sparisjóðsreikninga fer það að sjálfsögðu fyrir dómstóla.

Ef Gordon Brown biðst ekki opinberlega afsökunar á þessu framferði sínu,myndi ég leggja til að honum yrði ekki heimiluð landganga á Íslandi um ókomna framtíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband